FADE IN: INT. VÍKINGASKÁLI (KVÖLD) Húsbóndinn á heimilinu, SIGFÚS, hámar í sig mat og öl og lítur svo á MÖRÐ, sem situr honum við hlið. Sigfús gerir hvetjandi látbragð. Mörður fyllist kjarki og leggur höndina á öxl HILDAR, dóttur húsbóndans, í hendi hans er peningapyngja. Hildur færist undan og lítur sorgmædd á litla bróður sinn, SIGTRYGG. Húsmóðirin HEKLA réttir Sigtryggi laumulega sverð, Sigtryggur stendur upp og ýtir Merði í átt að útidyrunum. Sigfús grípur í son sinn og slær hann. Ljósbjarmi skín á þau og allir líta upp, Sigfús skýtur hendinni fyrir aftan bak. Inni í skálanum er komið skælbrosandi Thingtak, þeir eru dauðir og hvítir og alsettir vopnum. Brosið á söngvaranum hverfur og hann horfir undrandi í kringum sig. Gítarleikarinn horfir á trommarann, sem yppir öxlum. Thingtak er í forgrunni með fjölskylduna í mynd, hún er lítil miðað við rýmið. Bankað er á hurðina og allir líta við. Bros færist yfir söngvarann á ný (horfir á dyrnar, svo á húsbóndann). Sigfús gengur að dyrunum og opnar þær. Trommuleikarinn byrjar að slá taktinn þegar gomma af ofsahræddu fólki streymir inn. (lagið byrjar) GUNNAR sér Hildi og hleypur til hennar. Gítarriffið byrjar og grípur fólkið með sér, Gunnar meðtalinn, áður en hann og Hildur ná saman. Flótti fólksins verður samhæfður og breytist í dans.
Gunnar er næstum dottinn á hljómsveitina, en gítarriffið rífur hann aftur á fætur. Söngvarinn lítur yfir hópinn og glottir. SÖNGVARINN I will wait for the day that should never come Söngvarinn gefur fólki merki um að taka undir. SÖNGVARINN (frá hlið) when the sun cannot FÓLKIÐ (lítur upp til goðanna) shine and the moon has gone SÖNGVARINN (V.O.) Deep blue sky will turn black while I’ll start to freeze Gunnar reynir að komast til Hildar, hendur þeirra eru alveg að mætastSÖNGVARINN (V.O.) and all I hear are the screaming trees þegar Mörður kemur aðvífandi, grípur í hönd Gunnars og dregur hann burt. Gunnar og Hildur horfast í augu, Hildur er hrædd. Mörður tekur upp sverð, Gunnar uppgötvar að hann er ekki með sitt. SÖNGVARINN This will be my final FÓLKIÐ day, final day, final day SÖNGVARINN (V.O.) This will be my final day Sigtryggur kemur og lætur Gunnar fá sverð.
Mörður ræðst á Gunnar þegar gítarriffið byrjar aftur. Fólk tekur höndum saman og dansar hringdans í kring um þá. Þeir skylmast harkalega og ekki mjög yfirvegað. SÖNGVARINN (V.O.) An old, hooded man tells me I cannot stay Gunnar verst árásum Marðar. Fólkið hlær og hvetur þá áfram. SÖNGVARINN (V.O.) so I walk for my meeting with Frey Þeir lenda saman í harkalegu “faðmlagi”, Mörður er öskureiður. SÖNGVARINN (V.O.) And he cries while announcing our fate, Gunnar horfir á Hildi og reynir að komast til hennar. Hildur reynir að ná til hans en þorir það ekki alveg. SÖNGVARINN (V.O.) now I’m slowly feeling my mind suffocate Mörður bregður Gunnari niður á gólf. Hildur verður reið, ýtir Merði frá og hjálpar Gunnari upp. SÖNGVARINN My mind will suffocate Hildur og Gunnar byrja að dansa þegar næsti kafli lagsins byrjar. (Fólkið dansar í pörum, snýst og skiptir um dansfélaga.) Mörður horfir vonsvikinn á þau.
Hönd hrifsar peningapyngju Marðar úr beltinu hans, hann lítur upp. Þar er komin kona sem vegur pyngjuna og er ánægð með þyngd hennar. Hún tælir hann út á dansgólfið. Sigfús og Hekla koma með öl inn í hópinn, fólk stoppar og fær sér. Þau tala glaðlega við fólkið. Sigfús lætur son sinn Sigtrygg fá meira í hornið en hina. Sigtryggur brosir. SIGFÚS Skál! Allur mannskarinn stendur í hring kringum Sigfús og skálar, Sigfús heldur utan um nýja parið. Allir byrja að hoppa í einni þvögu og hrista hausinn. FÓLKIÐ Cate, suffocate, suffocate SÖNGVARINN My mind will suffocate Sigfús, Hekla og Sigtryggur dansa saman í hring. SÖNGVARINN My mind will suffocate Nýja parið dansar vangadans. SÖNGVARINN (öll sveitin sýnd) My mind will suffocate, My mind will suffocate Gítarleikarinn slær síðasta tóninn. Dyrnar opnast og skært ljós hellist inn yfir hópinn. Parið faðmast með lokuð augun, Sigfús heldur stoltur utan um Heklu og Sigtrygg. Síðasti ramminn brennur. FADE TO WHITE